Dalton var stofnað af feðgunum Unnari Frey Jónssyni og Jóni Ólafi Halldórssyni árið 2022 í þeim tilgangi að þjónusta byggingariðnaðinn á Íslandi. Markmið félagsins er að bjóða viðskiptavinum félagsins uppá góðar vörur á hagstæðu verði. Feðgarnir hafa í gegnum tíðina brallað margt saman svo sem að taka saman mótorhjólapróf, byssupróf, sitja saman á háskólabekk og núna stofnað saman fyrirtæki.

Jón Ólafur Halldórsson á að baki langan feril í íslensku viðskiptalífi. Lengst af var hann hjá Olíuverzlun Íslands sem framkvæmdarstjóri og síðar sem forstjóri. Í dag situr hann í ýmsum stjórnum og sinnir ráðgjafarverkefnum.

Unnar Freyr Jónsson hefur starfað sem lögfræðingur og síðastliðin ár sem Deildarstjóri rekstrarsviðs hjá stórum byggingarverktaka og vélaframleiðanda.

Við viljum endilega heyra frá þér svo ekki hika við að hafa samband með tölvupósti – unnar@dalton.is eða í síma 691-7372.